Loksins loksins

Jæja nú er hópurinn kominn til Tan Hill Inn. Þetta er okkar fyrsti áfangastaður í túrnum. Við vöknuðum í morgun í Grimsbý og fórum í smáviðgerðir.  Ég verð að segja og það held ég fyrir munn margra að ferðin í dag var miklu flottari en ég bjóst við. Við keyrðum svokallaða sveitavegi. Þetta eru vegir sem eru kallaðir "Unpaved" í GPS inu en við BMW hjólajaxlar köllum þetta nú bara malbik. Þetta er svona lélegt bundið slitlag. Vegir lágu til að byrja með um litla roslalega sæta bæi en svo fór byggð að þynnast. Við vorum komin í svona einbreiða slóða sem voru milli hlaðinna veggja eins og maður hélt að væri bara miklu norðar í Bretlandi. Brekkur voru allt að 20% halla og það þvældist nú fyrir einhverjum en Bakardrengurinn og frú lögðu sig í smá stund í einni brekkunni. En engum varð meint af. Veðrið í dag var mjög gott- að sögn var allt að því 42° hiti neðarlega í gallanum en utan hans var 17-19°C .

Við keyrðum í 2-3 hópum og fórum svipaðar leiðir. Áfangastaður dagsins er Tan Hill Inn sem er pöbb hér í "middle of nowhere" 547,5 metra hæð. Þetta er flottur staður sem var í fréttum í vetur heima á Íslandi þegar hér fór allt á kafi í snjó og fólk var innilokað hér í nokkra daga sem var mjög óvanalegt. (Ekki það að okkur Norðlendingum þyki þetta neitt merkilegt)

Hér fengjum við svo að borða skrýtnar máltíðir að hætti heimamanna og það rann vel niður í svangan mannskapinn. Steak and ale  og Yorkshire pudding with sausage og fyrir þá huglausu var svo hamburger and chips.

Nú sitjum við hér nokkur þessi alhörðustu og reynum eftir megni að draga fram óljósar minningar dagsins enda liggja nokkrir bjórar - að ótöldum Hvítvínsflöskum - í valnum. Nú er að fara í koju. Bókstaflega. Hér eru kojur fyrir kallana en fín rúm fyrir konurnar - ekkert hjásofelsi í kvöld hjá okkur sem komum með konurnar með okkur  :(

Reynum að koma inn myndum við tækifæri.  Góða nótt

 

Bíðum spennt eftir morgundeginum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband