Pistill frá A.E.

Hópurinn lagði af stað frá Oban í gær morgun í tveimur hollum og annar hópurinn fór hraðar yfir en 9 manna hópurinn hélt í áttina að Pitlochry og var stoppað á nokkrum stöðum á leiðinni þar á meðal við Loch Ness þar sem þau áðu, nógu lengi til þess að  Jón Þór og Hólmar gátu brugðið sér úr fötunum og smellt sér í skýlu og synt í vatninu ísköldu, mjög merkilegt að sjá þá svamla þarna um og vantaði ekkert nema að skrímslið kæmi  og glefsaði í þá, síðan tóku þeir léttan sprett á mótorhjólunum á skýlunum, svona rétt til að sýna hvað þeir væru hraustir já eða hraustir Íslendingar á ferð, en það var fallegt veður en hafði kólnað talsvert mikið og var ekki nema 7 – 10 stiga hiti og bjart í sjálfum sér og ágætis veður næstu nótt, það var gaman að keyra þarna um sveitirnar og sjá fjöllin sem voru nokkur þarna snævi þakin okkur fannst þau vera í 1000 metra hæð, það var mjög fallegt að sjá þegar sólina glampaði fallega á snjónum. Erum kominn í mjög fína gistingu í Pitlochry,  komum þangað í gærkvöldi, svakalega falleg mansion svona herragarður lítill, erum öll þar, svakalega vel að okkur búið, svo um kvöldið fórum við á Pallas hótelið sem er rétt við hliðina löbbuðum þangað, þar er lítil höll sem rekur spa hótel, hálfgerð heilsulind og rosalega flottur aðbúnaður og fallegur hátíðarsalurinn þar sem við borðuðum kvöldmatinn þríréttaðan og áttum fínt kvöld, síðan labbaði fólkið heim í rólegheitunum í myrkrinu yfir brú og læk, mjög fallegur bær Pitlochry, þannig endaði kvöldið í gær. Núna eru þau að fara að skoða Balmoral kastala og eitthvað fleirra en men eru að tvístrast og hjóla um sveitina í hópum, látum þessu lokið og sendum kveðjur heim. 

Axel Eiríksson

Skráð : grj


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán M Stefánsson

Sælir félagar gaman að fylgjast með ykkur gangi ykkur vel og farið varlega kv.stebbi Postuli.

spes kveðja til Stefaníu, Axels og Hilmars

Stefán M Stefánsson, 3.5.2010 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband