Að lokinni ferð

Jæja þá er ferðinni lokið og allir komnir heim heilir. Síðasti dagurinn okkar var langur. Hann hófst náttúrulega eins og reyndar allir dagarinir á morgunverði og eftir það fóru menn með hjólin niður á höfn til að hlaða gáminn. Tveir fóru reyndar á BMW verkstæðið í Grimsby áður og komu síðar, en við lukum við að hlaða um hádegið. Þá var ekið af stað til London, sem var um 5 klst. akstur.

Flugið átti að fara kl. 21,10, en það var seinkun til rúmlega 11 og svo var lent í Glasgow á leiðinni heim og við komum um kl 04,00 til Keflavíkur.

Frábærri ferð lokið, ferð sem svo sannanlega stóð undir væntingum og miklu meira um það. Þetta var frábær hópur og konurnar í hópnum - sem voru fjórar - eiga svo sannanlega heiðru skilið fyrir það að koma með okkur og settu þar að auku mjög svip sinn á ferðina.

Við þökkum þeim fjölmörgu sem fylgdust með okkar hér á þessu bloggi og munum setja myndir hér inn á næstu dögum. Það eru reyndar komnar nokkrar myndir í dag svona að handahófi - kíkið á þær.


Gámur

Ný mynd, verið að hlaða gáminn. Öll hjól stóðust væntingar þessa 30.000km sem við ókum samanlagt. kv Axel


Pistill frá Hilmari

Núna eru allir komnir saman á hótelinu í Grimsby á sama stað og gist var fyrstu nóttina og hjólaferðin hófst, þangað komum við í fjórum hópum, fimm voru í einum hópnum sem fór til Lake Distri, eftir að hafa hjólað þar um kring, annar fjögurra manna hópur, Axel, Stefania, Eyrún og Hólmar kom frá Glasgow, en þaðan ætluðu tvær konur konurnar að fara með flugi heim til Íslands, en þurftu frá að hverfa sökum lokunar á flugi til landsins og komu því með sínum mönnum til Grimsby og verða þá væntanlega samferða hópnum heim þaðan. Restin eða sex hjólamenn komu við í Newcastle og Sunderland á sinni leið til Grimsby en þar mun vera endapunkturinn á hjólaferðinni. Eitt hjól er bilað og er verið að reyna að fá það viðgert svo ekki þurfi að fresta lestun hjólanna í gáminn. Gert er gert er ráð fyrir því að lestun hefjist í fyrramálið klukkan átta, klukkan tólf kemur rútan svo að sækja fólkið og flytja þaðan til London í flug heim. Ekki er betur vitað en að allt sé í lagi með flug þaðan, hópurinn veður kominn til London milli 4 og 5síðdegis en flugið er áætlað í loftið um níuleytið.
Ferðin hefur tekist alveg frábærlega vel og allir mjög ánægðir með túrinn og nánast í skýunum yfir því hvessu vel tókst til í alla staði og allir heilir menn og mótorfákar, utan smá óhapps, sem þó vart á blað festandi. Í kvöld verður svo borðað saman og væntanlega skrafað um ferðina og vafalaust lagt á ráðinn um næstu ferð á erlendri grund og einnig heima, en það eru komnar einar fimm hugmyndir um ferðir innanlands í sumar, sennilga verður biðin eftir hjólunum erfið, þar sem skipið verður um það bil viku á eftir okkur heim.

Pistill frá Hólmari:

Góða kvöldið þá fréttir frá Pitlochry, í dag var rólegur og góður dagur eða hjólalaus dagur, en var svona misvel virt Guðmundarnir, Guðbrandur og Örn fóru á kastala veiðar aðrir fóru einhverjar styttri og lengri ferðir á útsýnisstaði í nágreninu skemmtilegar yfirferðir nóg að skoða , svo hittum við Jóa og Gullu í kvöld og þau komu svo með okkur að borða þar sem hópurinn hittist allur 15 mans og  borðuðum við  Indverkst saman, nú þetta er svona enda punkturinn á túrnum, við erum  um  tvo tíma frá Edenborg, Glasgow, á morgun splittist hópurinn upp á einhverjir fara til Edenborgar og svo áfram niður austurströndinni og einhverjir að vestanverðu, svo hittumst við aftur í Grimsby þegar við þurfum að fara að undirbúa að pakka í gám , fréttirnar að heiman um öskugosið og það allt saman  gæti  haft áhrif á flug  þar sem tvær konur eru að fara frá okkur í gegnum Glasgow og fljúa heim þannig að það er smá spenna hvort þær nái  að fara  þá leiðina eða hvernig það fer, en þetta er bara  búið að vera frábært góð stemmning í hópnum og allir kátir og það hefur farið vel um okkur í dag, vonum samt að það fari aðeins að hlýna meira á leið okkar niður eftir, þá er það flottur endir á góðri ferð.  

Kveðja Hólmar.

grj


Pistill frá A.E.

Hópurinn lagði af stað frá Oban í gær morgun í tveimur hollum og annar hópurinn fór hraðar yfir en 9 manna hópurinn hélt í áttina að Pitlochry og var stoppað á nokkrum stöðum á leiðinni þar á meðal við Loch Ness þar sem þau áðu, nógu lengi til þess að  Jón Þór og Hólmar gátu brugðið sér úr fötunum og smellt sér í skýlu og synt í vatninu ísköldu, mjög merkilegt að sjá þá svamla þarna um og vantaði ekkert nema að skrímslið kæmi  og glefsaði í þá, síðan tóku þeir léttan sprett á mótorhjólunum á skýlunum, svona rétt til að sýna hvað þeir væru hraustir já eða hraustir Íslendingar á ferð, en það var fallegt veður en hafði kólnað talsvert mikið og var ekki nema 7 – 10 stiga hiti og bjart í sjálfum sér og ágætis veður næstu nótt, það var gaman að keyra þarna um sveitirnar og sjá fjöllin sem voru nokkur þarna snævi þakin okkur fannst þau vera í 1000 metra hæð, það var mjög fallegt að sjá þegar sólina glampaði fallega á snjónum. Erum kominn í mjög fína gistingu í Pitlochry,  komum þangað í gærkvöldi, svakalega falleg mansion svona herragarður lítill, erum öll þar, svakalega vel að okkur búið, svo um kvöldið fórum við á Pallas hótelið sem er rétt við hliðina löbbuðum þangað, þar er lítil höll sem rekur spa hótel, hálfgerð heilsulind og rosalega flottur aðbúnaður og fallegur hátíðarsalurinn þar sem við borðuðum kvöldmatinn þríréttaðan og áttum fínt kvöld, síðan labbaði fólkið heim í rólegheitunum í myrkrinu yfir brú og læk, mjög fallegur bær Pitlochry, þannig endaði kvöldið í gær. Núna eru þau að fara að skoða Balmoral kastala og eitthvað fleirra en men eru að tvístrast og hjóla um sveitina í hópum, látum þessu lokið og sendum kveðjur heim. 

Axel Eiríksson

Skráð : grj


Meira á símanum.

Hópurinn er núna staddur í Pitlochry gististaðurinn er í  kastala, og í kvöld var haldin árshátíð með góðum mat og sjálfsögðu góðu víni, ræðuhöld voru og frumflytjandi var Mr. A Eiríksson sem var stjórnadinn og aðalskipuleggjandi  þessa kvölds, þau eru öll þarna og verða næstu tvo daga, Jói og Gunna eru í tjaldi stutt frá hóppnum en þau voru að  komu frá Aberdeen. Á morgun er fyrirhuguð Whiskey smakk ferð snemma um  morguninn (vá) og svo aftur e.h. á annan merkilegan stað, ( ja hérna) en á morgun er hjólalaus dagur hjá flestum í það minnsta (það hlaut að vera J) , eftir tvær nætur í Pitlochry leggja þau í hann og koma við í Edenborg  þar sem þau eiga bókað blaðaviðtal hjá Edenborg Evening news þaðan verður haldið til Cumbery eða Lake District, það mun vera suður á bóginn og þá í suðvestur...... hér slitnaði sambandið vonandi kemur meira seinna svo klára megi þessa síðustu sendingu en ný mynd er inna á síðunni þar sem men sitja við kaffidrykkju eftir matinn í kvöld og innan um eru þessi skemmtilegu glös  sem eru á einum fæti passa svo vel með kaffi......grj

Setti mynd inn sem sínir hvar L D er.  grj


Nokkrir símsendir punktar

Nokkrir punktar í gegnum síma, ekki er mikið um netkaffi hjá þeim og erfitt að komast í tölvusamband, núna á laugardaginn hittist hópurinn Oban sem er norðvestur af Glasgow með stoppi í Newton Steward og Luss, þar gisti allur hópurinn á Hótelinu nema Guðmundur Trausta hann gisti í tjaldi (frábært).   Fimm aðilar fóru á eyjuna Skye og voru þar yfir daginn restin eða níu mans fóru með ferju á eyjuna Mull og áttu þar frábæra dag  fengu þar kaffi á litlum bæ þar en bara helmingur  ferðalanga  komst inn þurfti því  restin borðaði úti.

   Eru núna við Lock Ness (einhverjir skeltu sér í vatnið, sjá myndir) og eyða einhverjum tíma þar, fara þaðan til Pitlochry þar ætlar allur hópurinn að hitast, Jói og frú koma þangað  en Eyþór er á heimleið, mikill hugur í fólki og allir hressir og kátir engin óhöpp.

Hópmyndin  í myndalbúminu hér til hliðar er af níu manna hópnum sem fór til eyjunnar Mull en myndin tekin við hótelið í Oban( fleirri myndir komnar) , frábær gisting þar og gott að borða, í morgun var eitthvað um  rigningu en  létti til  um h.d. eru á leiðinni suður á bóginn og reikna með að vera kominn til Pitlochry um  sex leitið í dag.  grj


Fréttir frá Oban

Eitthvað hefur gengið illa að komat á net til að láta ykkur vita hvernig okkur miðar. Við erum nú allur hópurinn kominn í fallegan hafnarbæ sem heitir Oban eftir að hafa gist síðustu nótt í litlum bæ sem heitir Arrochar við Loch Long sem er svona "bakvatn" við Loch Lomond. Dagleiðir eru mislangar en ferðin í gær frá Newton Stewart til Arrochar var fjölbreytt. Skoðuðum fallega sveitarbæi og vegi. Hafnarbæ og hraðbrautartúr um 270 km. Þetta var bara næs og komið þokkalega snemma á hótel til að hægt var leggja sig fyrir matinn. Í dag var enn afslappaðri og 150 km og skoðunartúrar hjá einhverjum þess utan. Ferðin hefur verið frábær í alla staði.  Hópurinn nær vel saman og nú eru allir "undirhópar" að ná að stilla sig vel saman. Í kvöld voru allir saman hér en á morgun skilja leiðir. Annar hópurinn ætlar í hringferð um Isle of Sky og ætla sér að landa yfir 500 km á morgun. Hinn hópurinn tekur ferju út í Isle of Mull og þar ætlum við að skoða ýmsar flottar menjar.

Við höfum keyrt um svæði í sem eru mjög fjölbreytt. Til að mynda fórum við um tvo mikla fjallvegi, annan til Tan Hill og hinn sem var allsvakalegur og heitir Hardknott Pass og er med brekkur sem eru með 30% halla- það þýðir að við förum upp um 1 meter fyrir hverja 3 metra. Þetta er allt malbikað þó um margt minni þetta á íslensk skörð til að mynda Lágheiði. Allt er þetta malbikað þó breiddin sé varla fyrir bíl og menn mætast bara á svona útskotum.

Veðrið hefur verið mjög gott utan smá rigning í morgun. Hér verðum við í tvo daga. Hópurinn hefur skipst í tvo hópa en menn hittast á kvöldin. Það er samdóma álit allra að ferðin sé framar vonum. Við reynum að komast í net seinna í dag eða á morgun.


Loksins loksins

Jæja nú er hópurinn kominn til Tan Hill Inn. Þetta er okkar fyrsti áfangastaður í túrnum. Við vöknuðum í morgun í Grimsbý og fórum í smáviðgerðir.  Ég verð að segja og það held ég fyrir munn margra að ferðin í dag var miklu flottari en ég bjóst við. Við keyrðum svokallaða sveitavegi. Þetta eru vegir sem eru kallaðir "Unpaved" í GPS inu en við BMW hjólajaxlar köllum þetta nú bara malbik. Þetta er svona lélegt bundið slitlag. Vegir lágu til að byrja með um litla roslalega sæta bæi en svo fór byggð að þynnast. Við vorum komin í svona einbreiða slóða sem voru milli hlaðinna veggja eins og maður hélt að væri bara miklu norðar í Bretlandi. Brekkur voru allt að 20% halla og það þvældist nú fyrir einhverjum en Bakardrengurinn og frú lögðu sig í smá stund í einni brekkunni. En engum varð meint af. Veðrið í dag var mjög gott- að sögn var allt að því 42° hiti neðarlega í gallanum en utan hans var 17-19°C .

Við keyrðum í 2-3 hópum og fórum svipaðar leiðir. Áfangastaður dagsins er Tan Hill Inn sem er pöbb hér í "middle of nowhere" 547,5 metra hæð. Þetta er flottur staður sem var í fréttum í vetur heima á Íslandi þegar hér fór allt á kafi í snjó og fólk var innilokað hér í nokkra daga sem var mjög óvanalegt. (Ekki það að okkur Norðlendingum þyki þetta neitt merkilegt)

Hér fengjum við svo að borða skrýtnar máltíðir að hætti heimamanna og það rann vel niður í svangan mannskapinn. Steak and ale  og Yorkshire pudding with sausage og fyrir þá huglausu var svo hamburger and chips.

Nú sitjum við hér nokkur þessi alhörðustu og reynum eftir megni að draga fram óljósar minningar dagsins enda liggja nokkrir bjórar - að ótöldum Hvítvínsflöskum - í valnum. Nú er að fara í koju. Bókstaflega. Hér eru kojur fyrir kallana en fín rúm fyrir konurnar - ekkert hjásofelsi í kvöld hjá okkur sem komum með konurnar með okkur  :(

Reynum að koma inn myndum við tækifæri.  Góða nótt

 

Bíðum spennt eftir morgundeginum. 


Fréttir um breytingu á flugi

Rétt til að láta ykkur vita af okkur. Fréttir um lokun á flugvöllum í Keflavík á morgun föstudag setur smá strik í reikninginn. Eyþór flaug til London í morgun og sækir sitt hjól og kemur svo til móts við okkur í Grimsby á mánudaginn. Hilmar leggur af stað með Arnarfellinu nú á miðnætti í kvöld fimmtudag. Hólmar og Eyrún áttu bókað far til London seinni partinn á morgun, en breyta fluginu og fara snemma í fyrramálið, vegna þess verður Eyrún að keyra að norðan í kvöld til að það takist. Þá getur verið að Guðmundur Björnsson komi tveimur dögum seinna út en hann ætlaði.
Þá er það spurningin um hvort flogið verður til London á mánudag – en þá á meginluti hópsins bókað far. Ef ekki verður flogið frá Keflavík – þá er líklegast að hópurinn fljúgi frá Akureyri!
Þetta skýrist allt saman og við vonum það besta.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband